English
English


Skilmálar

Leigutaki þarf að vera orðinn 24 ára og þarf sjálfur að vera gestur í íbúðinni meðan á leigu stendur. Undantekningar frá aldurstakmarkinu geta verið gerðar þegar fjölskyldur með börn eiga í hlut. Í því tilfelli hafið samband GentleSpace at info@gentlespace.is

Þú gætir verið krafinn um gilt kreditkort og persónuskilríki við komu. Ef það reynist ekki fullnægjandi áskilur GentleSpace sér rétt til að rifta samkomulaginu án endurgreiðslu.

Fjöldi gesta í íbúðinni mega ekki vera fleiri en kemur fram í bókuninni.

Upplýsingar um afhendingu lykla o.þ.h. verða sendar í tölvupósti til þín. Ef einhverjar fyrirspurnir eru, verið velkomin að hafa samband við okkur á netfanginu info@gentlespace.is
eða hringir í (+354) 892-9282 / 867-6657.

Mjallargata 1 & Fjarðarstræti 6 eru til ráðstafana frá klukkan 15:00 á komudegi til klukkan 11:00 á brottfarardegi.

Túngata 20 er til ráðstöfunar frá klukkan 16:00 á komudegi til klukkan 12:00 á brottfarardegi.

Lyklar eru afhendir til kl. 22:00. Ef gestir eru seinna á ferðinni en til kl.22:00 vinsamlega hafið samband tímanlega í 892-9282 eða 867-6657, eða á netfang info@gentlespace.is  til að gera aðrar ráðstafanir.

Gestum ber að ganga vel um íbúðina og við brottför ber að skilja við íbúðina í snyrtilegu ásigkomulagi.

Lokaþrif eru innifalin í leigunni en gestir eru beðnir um að tæma ruslafötur og ísskáp, þvo upp leirtau eða í Mjallargötu setja óhreint leirtau í uppþvottavél og setja í gang.

Verði íbúðinni skilað í óviðunandi ástandi áskilur GentleSpace sér rétt til að gjaldfæra kostnaðinn á greiðslukort leigutaka.

 

Athugið:

  • Íbúðirnar eru ekki ætlaðar til partýhalds
  • Reykingar eru einungis leyfðar úti á svölum.
  • Gæludýr eru ekki leyfð.

Gestum ber skylda til að fara í einu og öllu eftir húsreglum fjölbýlishúsa s.s. að sýna nágrönnunum tillitsemi. Svefnró skal vera í húsinu frá kl. 23:00 – 08:00.

Verði ekki staðið við þennan þátt áskiljum við okkur rétt til að víkja dvalargestum tafarlaust úr íbúðinni. Ekki verður um endurgreiðslu að ræða í slíku tilviki.

Leigutaki ber fulla ábyrgð á umgengni og öllu innbúi meðan á dvöl stendur og er skuldbundinn til að bæta tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dvelja á hans vegum. Gerist leigutaki brotlegur á ofantöldum atriðum verður kostnaður gjaldfærður á greiðslukort leigutaka.

Leigutaki skal láta vita ef eitthvað bilar eða brotnar í símum 892-9282 / 867-6657.

Óskir þú að breyta pöntun þinni, vinsamlegast hafðu samband við GentleSpace og við munum gera okkar besta til að koma til móts við óskir þínar.

Komi til afpantana sendið tölvupóst á GentleSpace á info@gentlespace.is. Endurgreiðsla er samkvæmt eftirfarandi:

 

Ef afpantaðir dagar bókast aftur munum við endurgreiða 95% af greiddri upphæð, óháð því hvenær afpöntun var gerð.

Fjöldi daga frá afpöntun til bókunardags:
30+
15-29
8-14
3-7
0-2
Hlutfall endurgreiðslu:
95%
70%
50%
20%
0%